- +

Fyllt avókadó - KETO

Innihald:
1 bréf beikon (um 200 g)
200 g rifinn kjúklingur
2 tómatar
250 g kotasæla
½ smátt saxaður rauðlaukur
50 g saxað iceberg salat
1 msk. saxað kóríander
3 avókadó
Salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C

 

Setjið beikonsneiðarnar á bökunarpappír á plötu/grind og bakið þar til stökkt, takið þá út og leggið á eldhúsbréf og kælið.

 

Skerið tómatana í litla teninga og blandið saman við rifinn kjúklinginn, kotasæluna, kálið, laukinn, kóríander og myljið að lokum beikonið saman við. Kryddið til með salti og pipar.

 

Skerið avókadó til helminga, fjarlægið steininn og örlítið til viðbótar til þess að koma blöndunni betur fyrir.

 

Fyllið avókadóið og setjið vel af salati ofan á það líka.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir