Menu
Litlar eggjakökur með spínati

Litlar eggjakökur með spínati

Frábærar litlar ommelettur sem eru fullkomar fyrir brönsinn!

Innihald

1 skammtar
Smjörklípa
Rjómaostur með kryddblöndu
Rautt pestó
Spínat
Rjómi frá Gott í matinn
Egg
Pipar
Rifinn gratínostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Stillið ofnin á 180°

Skref2

  • Takið til lítil eldföst mót. Eitt mót er mátulegt fyrir eina manneskju. Penslið með smjöri eða olíu.

Skref3

  • Setjið 1 msk. af rjómaosti, átta spínatlauf söxuð, 1 tsk. rautt pestó, 2 ½ msk. rjóma og 1 egg í hvert mót.
  • Piprið og sáldrið smá gratínosti yfir.
  • Bakið í 25 til 30 mínútur eða þar til eggin eru orðin stíf.

Skref4

  • Gott með stökku beikoni, súrdeigsbrauði og lárperu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir