Menu
Laxaborgari með wasabi eplasósu

Laxaborgari með wasabi eplasósu

Langar þig í borgara, en ekki hefðbundinn kjötborgara? Hvernig væri þá að prófa laxaborgara með bragðgóðri sósu og grænmeti?

Innihald

4 skammtar

Laxaborgari

laxaflak, bein- og roðlaust, skorið í bita
egg
graslaukur, finsaxaður
matarolía
gróf hamborgarabrauð eða 8 sneiðar af grófu súrdeigsbrauði
ferskt salat
tómatar
lárpera (avocado)

Wasabi eplasósa

lítið grænt epli, skorið í bita
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
fínrifinn börkur af 1 límónu
wasabimauk
sjávarsalt og svartur pipar

Skref1

  • Gott er að byrja á sósunni.
  • Maukið eplið í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
  • Bætið hinum hráefnunum saman við.
  • Smakkið til með salti, pipar og mögulega meira wasabi.

Skref2

  • Setjið fyrstu fjögur hráefnin í matvinnsluvél eða maukið gróft með töfrasprota.
  • Mótið fjóra borgara úr farsinu sem eru u.þ.b. 1 1/2 cm þykkir.
  • Steikið á pönnu við meðalhita í u.þ.b. 5 mínútur.
  • Ristið brauðin og leggið salat og wasabi-eplasaósu ofan á brauðbotninn.
  • Setjið síðan laxaborgarann þar ofan á og meiri sósu.
  • Toppið með tómmötum, lárperu og sósu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir