Menu
Konfekt með hunangi og rjómaosti

Konfekt með hunangi og rjómaosti

Heimatilbúið konfekt smakkast einhvern veginn svo miklu betur en það sem hægt er að kaupa út í búð. Þessi uppskrift dugar í 60-80 munnbita og upplagt að pakka fallega inn og gefa vinum og ættingjum sem gjöf, nú eða bjóða upp á í saumaklúbbnum.

Innihald

1 skammtar

innihald:

sólkjarnafræ
hunang
suðusúkkulaði
hvítt súkkulaði
palmín eða kókosolía
rjómaostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Ristið sólkjarnafræ á pönnu og setjið í skál.
  • Bræðið hunang, súkkulaði, palmín og rjómaost saman.
  • Setjið í konfektform ristuð sólkjarnafræ og setjið súkkulaðiblönduna yfir.
  • Einnig er hægt að setja í form og skera í hæfilega stóra bita.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson