- +

Vanilluskyrísterta með súkkulaðibotni

Súkkulaðibotn
2 stk egg
70 g sykur
60 g smjör
½ dl sterkt expressokaffi
50 g hveiti
1,4 tsk lyftiduft (1/4 tsk)
60 g súkkulaði

Vanilluskyrís
250 ml rjómi
2 eggjarauður
1 stk egg
75 g sykur
250 ml vanilluskyr
1 tsk vanilludropar eða eftir smekk

Aðferð:


Súkkulaðibotn aðferð:
Bræðið saman súkkulaði, smjöri og kaffi. Þeytið saman egg og sykur létt og ljóst, blandið því síðan við súkkulaðiblönduna og að lokum sigtið hveiti og lyftidyfti saman við. Setjið í springform u.þ.b. 22 cm með smjörpappír í botninn, bakið við 165°C í 25-30 mínútur. Kælið örlítið og losið úr forminu. Leggið bakaðan botninn á smjörpappír í springformið og setjið ísfyllinguna yfir. 

Vanilluskyrís aðferð:
Þeytið rjóman og bætið saman við skyrið, hrærið vel. Þeytið saman eggjarauður, egg og sykur þar til það verður  létt og ljóst. Blandið saman við rjómaskyrblönduna, bætið vanilludropum í. 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson