- +

Vanillukaka

Botnar:
470 g hveiti
4 tsk. lyftiduft
250 g smjör
1 tsk. salt
500 g sykur
2 tsk. vanilludropar
4 stk. egg
360 ml nýmjólk við stofuhita

Vanillukrem:
500 g smjör
820 g flórsykur
4 msk. rjómi frá Gott í matinn
3 tsk. vanilludropar
Matarlitur (ekki nauðsynlegt)
Marsbitar settir með kreminu
Kökuskrautsperlur notaðar til að skreyta kökuna

Aðferð:

3 botnar 26 cm.

Ofninn hitaður í 175°

Hveiti, lyftiduft og salt sett í skál og sett til hliðar.

Smjör, sykur og vanilludropar sett í hrærivélaskál og hrært á meðalhraða í 3 mínútur eða þar til deigið er létt og ljóst.

Egg sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli.

Hveitiblandan sett  varlega saman við deigið og að lokum mjólkin. Blandið vel en varlega saman.

Deigið er sett í smurð hringlaga bökunarmót.

Bakað í um 30 mínútur við 175°C gráða hita. 

Kakan er kæld og kremið búið til á meðan. 

Smjör, flórsykur og vanilludropar eru saman í hrærivélaskál og hrært vel saman.

Rjóminn er settur í lokinn og hrærður saman við.  Því lengur sem kremið er hrært, því hvítara verður það.

Hluti af kreminu er litaður bleikur. Afgangurinn af hvíta kreminu er þá settur í skál til hliðar.

Kakan er smurð með bleika kreminu og marsbitunum sáldrað yfir hvert lag. 

Kakan er smurð að utan með hvítu kremi og síðan er afgangurinn af bleika kreminu smurður hér og þar á kökunni til að fá skemmtilegt og litríkt útlit. 

Kökuspaði er notaður til að búa til renndur á kremið.  Þá er spaðinn renndur meðfram kökunni í hringi, lag eftir lag. 

Kakan er skreytt með fíngerðu perluskrauti.

 

Það er vel hægt að nota deigið til að búa til bollakökur en þá er deigið sett í bollakökumót og bakað í um 22 mínútur.  Vanillukremið er notað til að skreyta bollakökurnar. Stjörnustútur 1m er notaður til að sprauta kreminu. 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir