- +

Vanillu smjörkaka með vanillurjóma

Vanillu smjörkaka:
200 g smjör, brætt og kælt við stofuhita
4 egg (við stofuhita)
2½ dl sykur
Fræ úr einni vanillustöng
2 tsk. vanilluextract
2½ dl hveiti
½ tsk. salt

Vanillurjómi:
2½ dl rjómi frá Gott í matinn
1 msk. flórsykur (væn msk.)
2 tsk. vanilluextract (líka hægt að nota vanillusykur)

Aðferð:

(Eftirréttur fyrir 8-10)

 

Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Smyrjið 20 cm smelluform að innan með smjöri, setjið bökunarpappír í botninn og smyrjið hann einnig með smjöri. Setjið 3 msk. af sykri í formið og hristið formið til þannig að sykurinn þekji formið. Hristið afgangs sykurinn úr forminu.

 

Bræðið smjörið í potti, takið af hitanum og látið kólna í stofuhita.

 

Þeytið eggin og sykurinn ásamt vanillunni í 4-5 mínútur eða þar til blandan hefur tvöfaldast og er mjög ljós og létt í sér.

 

Sigtið hveitið og saltið út í eggjablönduna og blandið varlega saman við með sleikju.

 

Bætið smjörinu saman við deigið og hrærið varlega saman við með sleikju þar til allt deigið er vel blandað saman en ennþá létt í sér. Það tekur smá tíma að hræra öllu smjörinu saman við en hefst með smá þolinmæði. Gætið þess að skafa alveg ofan í botninn á skálinni.

 

Hellið deiginu í formið og bakið í 35 mínútur eða þar til bökuð í gegn. Kakan mun lyfta sér en falla aðeins aftur þegar hún er tekin úr ofninum. Takið kökuna úr forminu og látið kólna aðeins.

 

Þeytið rjómann ásamt vanillu og flórsykri þar til mjúkir toppar hafa myndast. Gætið þess að ofþeyta ekki rjómann. Berið rjómann fram með kökunni. Einnig er gott að hafa fersk ber með.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir