Menu
Vanillu bollakökur með súkkulaði smjörkremi

Vanillu bollakökur með súkkulaði smjörkremi

Dásamlega mjúkar og góðar bollakökur.

Innihald

15 skammtar

Bollakökur:

hveiti
lyftiduft
smjör við stofuhita
sykur
egg við stofuhita
vanilludropar
mjólk við stofuhita

Súkkulaði smjörkrem:

mjólk við stofuhita
flórsykur
smjör viðstofuhita
vanilludropar
salt
súkkulaði brætt og kælt þar til það hefur náð stofuhita

Skref1

  • Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu um 15 stk. bollakökuformum á ofnplötu.

Skref2

  • Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti og settu til hliðar.

Skref3

  • Hrærðu saman smjör og sykur í um 4 mínútur eða þar til blandan verður ljós og létt.

Skref4

  • Bættu eggjunum saman við, einu í einu og hrærðu rólega vel á milli.

Skref5

  • Blandaðu vanilludropunum saman við mjólkina og blandaðu henni saman við ásamt hveitiblöndunni, smá og smá í einu og hrærðu vel á milli.
  • Skafðu innan úr skálinni og hrærðu þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Passaðu þið að hræra ekki of mikið því þá getur deigið orðið seigt.

Skref6

  • Settu deigið í bollakökuformin, passaðu þig á því að fylla ekki mikið meira en 2/3 af forminu.
  • Bakaðu í rúmlega 15-18 mínútur, eða þar til kökurnar eru tilbúnar.
  • Kældu kökurnar alveg áður en þú setur kremið á þær.

Krem

  • Hrærðu saman mjólk, flórsykri, smjöri, vanilludropum og salti á miklum hraða í um 5 mínútur.
  • Bræddu súkkulaðið undir vatnsbaði og blandaðu því varlega saman við.
  • Sprautaðu kreminu á kökurnar og skreyttu með skrauti af vild.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir