- +

Sykurlausar kókoskúlur

Innihald:
100 g mjúkt smjör
70 g möndlumjöl
30 g kókosmjöl (og meira til að skreyta)
3 msk. kakó
1 msk. vanilludropar eða rommdropar
2 msk. sukrin melis (2-4 msk. eftir því hversu sætt þú vilt)
Það er gaman að breyta til og setja t.d. chilliflögur, hakkaðar hnetur eða rifinn appelsínu- eða sítrónubörk

Aðferð:

Hráefnum blandað saman í skál. Búnar eru til kúlur og rúllað upp úr kókosmjöli.

Sett á disk og inn í ísskáp í klst. Geymist í kæli. 

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir