- +

Sykurlaus súkkulaðikaka

Súkkulaðikaka:
100 g smjör
3 egg
3½ dl möndlumjöl
2 msk. rjómi frá Gott í matinn
2 dl Sukrin Gold
2 msk. ósykrað kakó (2-3 msk.)
1 tsk. lyftiduft

Súkkulaðikrem:
110 g smjör
100 g rjómaostur frá Gott í matinn
3 msk. kókos
2 msk. ósykrað kakó
2 msk. gott uppáhelt kaffi
4 msk. Sukrin Melis

Aðferð:

Bræðið smjörið.

Setjið allt í skál og blandið með töfrasprota. 

Einnig er hægt að byrja á að þeyta egg og sykur og blandað svo öllu saman.

Setjið í form sem búið er að smyrja með smjöri. Mitt form er um 22 cm 

Bakið í miðjum ofni á 170 g í um 15 mínútur.

 

Krem:

Látið smjör og rjómaost ná stofuhita.

Þeytið smjörið vel í nokkrar mínútur og bætið við sukrin melis.

Bætið við rjómaosti og blandið vel saman.

Kaffi, kókos og kakó bætt við.

Setjið kremið á kökuna og stráið yfir kókos.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir