- +

Súkkulaðiterta með mascarpone osti

Innihald:
250 g súkkulaðikex (gott að nota t.d. Oreo eða annað kremkex)
50 g brætt smjör
250 g mascarpone ostur við stofuhita
2½ msk. hreint kakó
1 tsk. skyndikaffi (instant kaffi) leyst upp í 2 tsk. af heitu vatni
2 tsk. vanilludropar
1 dl. flórsykur
¼ tsk. salt
5 dl rjómi

Aðferð:

Myljið kexið mjög smátt í matvinnsluvél, bætið smjörinu saman við og blandið vel saman. Þrýstið í lausbotna bökuform eða í annað mót og kælið. Ég nota lausbotna bökuform sem er um 26 cm í þvermál. Þeytið saman mascarpone, kakó, kaffi, vanillu, flórsykur og salti þar til blandan er silkimjúk. Blandið rjómanum saman við og þeytið áfram. Gætið þess að skrapa vel botninn og hliðarnar á skálinni svo allt blandist vel. Þeytið þetta saman þar til áferðin er eins og á stífþeyttum rjómi. Dreifið úr mascarpone blöndunni yfir súkkulaðikex botninn og kælið í um 1 klst áður en þið berið kökuna fram. Þetta má líka gera daginn áður. Skreytið með rifnu súkkulaði og jarðarberjum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir