- +

Súkkulaðiskyrterta með Ballerina kexi

Botn:
2 stk. Ballerina kex
50 g Smjög - brætt

Fylling:
340 g Ísey skyr dökkt súkkulaði og vanilla (2 litlar dósir)
½ l Rjómi frá Gott í matinn - þeyttur

Marssósa:
2 stk. Mars súkkulaðistykki
½ dl Rjómi frá Gott í matinn
Jarðarber til skreytingar


Aðferð:

1. Ballerínakexið er mulið. Bræddu smjöri blandað saman við. Blandan er sett í eldfast mót.

2. Rjóminn er þeyttur og súkkulaðiskyri blandað saman við.  Fyllingin er sett yfir botninn.

3. Kakan er skreytt með marssósu og jarðarberjum. 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir