Súkkulaðikaka með KEA lakkrísskyri og sterkum Djúpum | gottimatinn.is
- +

Súkkulaðikaka með KEA lakkrísskyri og sterkum Djúpum

Súkkulaðikaka:
200 g hveiti
200 g sykur
40 g kakó
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
175 g mjúkt smjör
2 stk. stór egg
2 tsk. vanilludropar
1 dolla KEA skyr með lakkrísbragði (200 g)

Krem:
1 poki sterkar Djúpur
150 g suðusúkkulaði
115 g smjör
1 dolla KEA skyr með lakkrísbragði (200 g)
4½ bollar flórsykur (4,5-5 bollar)

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið formin (2x 20 cm hringform)

Blandið saman hveiti, sykri, lyftiefnum og smjöri saman í eina skál og kakói, skyri, eggjum og vanilludropum í aðra. Blandið þessu svo öllu rólega saman.

(Ef þið nennið ekki þessum aukaskrefum þá er í góðu lagi að blanda öllum hráefnunum saman í hrærivél eða matvinnsluvél og blanda saman þar til deigið verður þykkt og mjúkt). 

Deigið er sett í formin og bakað í um 25-35 mínútur.  
Leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur áður en þær eru teknar úr formunum. 

 

Krem: 
Saxið Djúpurnar smátt, suðusúkkulaðið gróflega og skerið smjörið í teninga. 
Bræðið þetta allt saman yfir vatnsbaði. 

 

Setjið súkkulaðiblönduna í stærri skál og kælið í um 5 mínútur. Bætið flórsykrinum og skyrinu saman við og þeytið vel saman. 
 

Setjið kremið á milli kökulaga og yfir kökuna og skreytið með söxuðum sterkum djúpum ef þið viljið fá meiri lakkrís á kökuna.

   

Höfundur: Margrét Theodóra Jónsdóttir