- +

Súkkulaðikaka með jógúrtsósu (grísk jógúrt eða hrein jógúrt)?

Kaka
200 g suðusúkkulaði
150 g smjör
4 egg
225 g sykur
2 tsk vanillusykur
100 g sýrður rjómi (18%)
50 g hveiti

Jógúrtsósa
nokkrir dropar af sítrónusafa
200 g grísk jógúrt
1 tsk þunnt hunang, eða eftir smekk

Aðferð:

Kaka aðferð:
Hitið ofninn í 150°C. Bræðið súkkulaðið og smjörið við vægan hita og hrærið oft svo það bráðni fyrr. Takið pottinn af hitanum og látið kólna ögn. Þeytið vel saman egg, sykur og vanillusykur og hrærið svo sýrðum rjóma og súkkulaðiblöndu saman við. Sigtið hveitið yfir og blandið því gætilega saman við með sleikju. Hellið í smurt, meðalstórt form og bakið í miðjum ofni í um 45 mínútur, eða þar til kakan er farin að stífna en er þó enn nokkuð blaut. Látið hana kólna í forminu og berið hana fram með jógúrtsósu og e.t.v. berjum.

Jógúrtsósa aðferð:
Hrærið saman jógúrt og hunangi og bragðbætið með svolitlum sítrónusafa (einnig má nota appelsínu- eða mandarínusafa og þá aðeins meira af honum).

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir