- +

Súkkulaðibollakökur með vanillu- og jarðarberja smjörkremi

Bollakökur:
320 g hveiti
85 g bökunarkakó
2½ tsk. lyftiduft
1½ tsk. matarsódi
¾ tsk. salt
3 egg
300 ml bolli mjólk
110 ml matarolía
1 msk. vanilludopar
380 g sykur
200 ml sjóðandi vatn

Vanillu- og jarðarberja smjörkrem
500 g smjör við stofuhita
900 g flórsykur (sigtaður)
2 tsk. vanilludropar
¼ tsk. salt
200 g fersk jarðarber, maukuð (eða jarðarberjasulta)
Marglitt kökuskraut
Niðursoðin kirsuber með stönglum

Aðferð:

Uppskriftin gefur um 20-24 bollakökur.

Hitið ofninn 175°C.

Sigtið saman hveiti, kakó, lyftiduft, matarsóda og salt og leggið til hliðar.

Blandið eggjum, mjólk, olíu og vanillu saman í hrærivélinni.

Bætið þá sykrinum og öllum þurrefnunum saman við. Hrærið á lágum hraða til að byrja með en síðan á meðalhraða í um tvær mínútur eða þar til deigið er orðið slétt og fallegt.

Blandið að lokum sjóðandi vatninu varlega saman við deigið með sleif þar til það verður slétt að nýju. Deigið á að vera þunnt.

Leyfið deiginu að hvíla í 15 mínútur og hrærið þá aðeins upp í því að nýju.

Fyllið ¾ hluta af bollakökuformunum með deigi og bakið þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu (ekki blautu deigi) eða í um 20 mínútur.

Kælið bollakökurnar og útbúið kremið á meðan.

Vanillu- og jarðarberja smjörkrem

Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.

Bætið flórsykrinum saman við í litlum skömmtum og blandið á lágum hraða.

Að lokum fara vanilludroparnir og saltið saman við blönduna og kremið þeytt í nokkrar mínútur þar til létt og ljóst og skafið nokkrum sinnum niður á milli.

Takið rúmlega 1/3 af vanillukreminu til hliðar og setjið jarðarberjamaukið saman við tæplega 2/3 af kreminu og blandið vel.

Byrjið á því að sprauta jarðaberjakreminu í rúman hring og síðan vanillukreminu þar ofan á (t.d. með 1M frá Wilton). Þá er kökuskrauti stráð yfir og kirsuber sett á toppinn.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir