- +

Súkkulaði pavlova

Innihald:
5 stk. eggjahvítur
250 g sykur
4 msk. kakó
2 tsk. edik (t.d. hvítvíns eða rauðvíns)
500 ml rjómi frá Gott í matinn
50 g súkkulaði

Aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður með blæstri. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða, bætið sykrinum smám saman út í og þeytið vel saman. Hellið edikinu út í og sigtið kakókið. Hrærið varlega saman við með sleikju. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og setjið marengsinn í miðjuna, sléttið úr honum með sleikjunni og jafnið út í hring. Þetta þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Setjið inn í ofn og lækkið hitann strax niður í 140 gráður. Bakið í 70 mínútur. Slökkvið þá á ofninum, opnið hann og látið pavlovuna kólna alveg inni í ofni. Færið á disk, þeytið rjómann og smyrjið yfir kökuna og rífið að lokum súkkulaði yfir. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir