Súkkulaði-karamellusósa

Innihald
75 g smjör
75 g ljós púðursykur
1 tsk saltflögur (Maldonsalt), fínmuldar
150 g rjómi frá Gott í matinn
150 g Siríus pralín rjómasúkkulaði með karamellu

Aðferð:
Bræðið smjörið í þykkbotna potti. Setjið púðursykur saman við og hrærið í þar til hann er bráðinn. Blandið salti og rjóma saman við. Hrærið að lokum súkkulaðið í litlum bitum saman við. Berið sósuna fram heita eða kalda.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir