- +

Súkkulaði bollakökur

Bollakökur:
200 g hveiti
200 g sykur
2 tsk. lyftiduft
50 g kakó
2 stk. egg
½ bolli rjómi
150 g smjör við stofuhita
3 tsk. vanilludropar
1 pakki suðusúkkulaði
Smá salt

Smjörkrem:
200 g smjör
250 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar
½ bolli rjómi
150 g suðusúkkulaði

Aðferð:

Bollakökur:

Hitið ofninn í 180°C – blástur.

Hrærið þurrefnunum saman (hveiti, lyftiduft, sykur, kakó og salt) og setjið til hliðar.

Saxið suðusúkkulaðið og blandið saman við þurrefnin.

Setjið smjörið eitt og sér í hrærivélina þar til mjúkt og bætið þá vanilludropunum saman við ásamt rjómanum og eggjunum.

Hrærið þetta vel saman og bætið þá þurrefnunum saman við og haldið áfram að hræra þar til allt hefur blandast vel saman.

Skiptið deiginu niður í 12 möffinsform og bakið við 180°C í 20 mínútur.

Látið kökurnar kólna vel áður en þið setjið smjörkremið á.

 

Smjörkrem:

Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og geymið til hliðar.

Setjið smjörið eitt og sér í hrærivélina þar til mjúkt og bætið þá rjómanum saman við ásamt vanilludropunum og bræddu súkkulaðinu.

Næsta skref er að setja flórsykurinn saman við og hræra þar til kremið er orðið mjúkt og fallegt.

Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið að vild.

Höfundur: Tinna Alavis