- +

Súkkulaði bollakökur með súkkulaðismjörkremi

Súkkulaði bollakökur:
260 g hveiti
220 g sykur
6 msk. bökunarkakó
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
3 stk. egg
2 tsk. vanilludropar
160 ml olía
230 ml kalt vatn

Súkkulaðismjörkrem:
125 g smjör, við stofuhita
400 g flórsykur
2 tsk. vanilludropar
2 msk. Maple síróp, hlynsíróp
4 msk. bökunarkakó

Aðferð:

Súkkulaði bollakökur, aðferð: 

Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda og leggið til hliðar.
Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér.
Bætið þurrefnunum rólega saman við og skafið vel niður á milli.
Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur.

 

Súkkulaðismjörkrem, aðferð:

Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.

Blandið flórsykri og kakó saman og bætið varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.

Notið stút 1M frá Wilton (líka hægt að nota 2D) og sprautið í spíral upp kökuna, skreytið svo með kökuskrauti og einu risa Nóa kroppi á toppnum.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir