- +

Súkkulaði- og berjadraumur

Kaka:
3 bollar hveiti
3 bollar sykur
1½ bolli kakó
1 msk. espresso duft
1 msk. matarsódi
½ msk. lyftiduft
1 tsk. salt
4 egg
300 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
2 bollar vatn
½ bolli olía
1 msk. vanilludropar

Rjómi:
500 ml rjómi frá Gott í matinn
½ bolli flórsykur
1 tsk. vanilludropar

Súkkulaðibráð:
200 g súkkulaði
150 g smjör

Ber:
T.d. Jarðarber, bláber og hindber

Aðferð:

Kaka:

Öll þurrefnin eru sett í hrærivélina og þeim létt blandað saman með sleif.

Næst fer allt blauta innihaldið í hrærivélina og allt hrært saman.

Kökudeiginu er skipt jafnt á milli í þrjú smurð hringform og inn í ofn í 30-35 mínútur.

 

Rjómi:

Rjóminn er þeyttur og flórsykri og vanilludropum er bætt við í lokinn. Þessu er hrært saman.

 

Súkkulaðibráð:

Smjörið er brætt í potti þar til það byrjar að sjóða, þá er því hellt yfir mulið súkkulaðið í hitaþolinni skál og hrært þar til það verður silkimjúkt. Athugið að útbúa ekki súkkilaðibráðina fyrr en þið eruð tilbúin að stafla kökunni upp, því súkkulaðið stífnar.

 

Ber:

Berin eru skorin niður að vild, best að hafa þau frekar smátt skorin fyrir miðjuna en hægt að hafa þau heil á toppnum.

 

Þá er bara að byrja að stafla kökunni:

Kökubotn - súkkulaði- rjómi- ber … Kökubotn - súkkulaði - rjómi - ber … Kökubotn - súkkulaði - ber

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir