- +

Trönuberjaklattar með hvítu súkkulaði

Innihald
160 g hveiti
½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
100 g smjör við stofuhita
100 g púðursykur
100 g sykur
1 stk egg
1 tsk vanilludropar
100 g hafrar
100 g hvítir súkkulaðidropar
100 g þurrkuð trönuber

Aðferð

Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og setjið til hliðar. Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggi saman við ásamt vanilludropum og hrærið vel saman. Blandið höfrum, súkkulaði og trönuberjum saman við og hrærið saman með sleif. Setjið 1 matskeið af deigi í hverja köku og setjið á bökunarplötu með smjörpappír. Bakið í 8-10 mínútur, leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur áður en þið takið þær af bökunarplötunni.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir