Systur

Kökur innihald
225 g kókosolíu feiti
340 g sykur
2 stk egg
2 tsk hjartasalt
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
345 g hveiti
140 g hvítt súkkulaði skorið niður í meðalgrófa bita

Kanilsykur
30 g sykur
1½ tsk kanill

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður
  2. Blandið öllum hráefnum saman nema súkkulaðinu og hrærið á lágum hraða þar til allt  hefur blandast vel saman. Bætið því næst súkkulaðinu saman við og hrærið saman með sleif.
  3. Búið til meðalstórar kúlur eða u.þ.b 1.5 msk. að stærð, dýfið þeim ofan í kanilsykurinn og setjið á ofnplötu með smjörpappír, mikilvægt er að hafa gott bil á milli þar sem þær fletjast út. Hliðin með kanilsykrinum snýr upp. Bakið í u.þ.b 8 – 10 mínútur. eða þar til kökurnar hafa sprungið aðeins ofan á.
  4. Kælið kökurnar vel.
  5. Borðið.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir