- +

Sykurlausir kókostoppar

Innihald:
60 g mjúkt smjör við stofuhita
1 dl sukrin melis
1 egg
150 g kókosmjöl

Aðferð:

Um 10-12 stk.

Egg og sukrin melis þeytt vel saman í skál. 

Smjöri bætt við og þeytt vel saman við.

Kókosmjöl bætt við og varlega blandað með sleif.

Litlir toppar settir á bökunarpappír.

Topparnir bakaðir í 175 gráðu heitum ofni í um 12-14 mínútur.

Gott að láta þá kólna á smá eldhúspappír.

Síðan er mjög gott að bræða súkkulaði og setja á botninn eða toppinn á toppunum.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir