- +

Sykurlausir kókostoppar með sítrónuberki og pistasíum

Innihald:
25 g brætt smjör
2 egg
120 g kókosmjöl
60 g sukrin melis
1 tsk. vanilludropar eða vanilla extract
Rifinn börkur af 1 sítrónu
Saxaðar pistasíur
Brætt súkkulaði

Aðferð:

Um 20 stk.

Þeytið eggjum, Sukrin Melis, vanilludropum og sítrónuberki vel saman.

Bætið við bræddu smjöri og kókosmjöli, blandið saman og látið standa í 10-15 mínútur.

Formið 20 litlar keilur og setjið á bökunarpappír.

Bakið á 175 gráðum í 8-10 mínútur eða þar til gyllt.

Skreytið með bræddu súkkulaði á enda eða toppinn og söxuðum pistasíum.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir