- +

Súkkulaðibita og pecanhnetu smákökur með karamellu

Innihald
225 g smjör við stofuhita
200 g dökkur púðursykur
100 g sykur
2 stk egg
1½ tsk vanilludropar
2 msk síróp
150 g hveiti
3 tsk kanill
1½ tsk matarsódi
½ tsk maldon salt
350 g dökkt súkkulaði, gróf saxað
200 g H-berg pecanhnetur
200 g hafrar

Karamella
30 stk Nóa siríus ljósar töggur
6 msk rjómi
4 msk síróp

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður.

2. Hrærið smjöri, sykri og púðursykri vel saman.

3. Bætið við eggjum og hrærið vel saman á milli.

4. Bætið við vanilludropum og sírópi.

5. Blandið saman hveiti, kanil, salti og matarsóda og bætið rólega saman við.

6. Gróf saxið súkkulaðið og hneturnar niður og blandið saman með sleif, bætið saman við höfrum og hrærið vel saman með sleif.

7. Setjið u.þ.b. 30 g í hverja köku, myndið litla bolta og setjið á plötu með smjörpappír.

8. Bakið í 10-12 mínútur. Passið að baka þær ekki of lengi. Þegar kökurnar eru teknar út úr ofninum er stráð maldon salti yfir þær allar, og kökurnar síðan kældar í 15 mínútur.

 

Á meðan kökurnar eru að kólna er gott að undirbúa karamelluna sem er svo helt léttilega yfir hverja köku.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir