- +

Súkkulaði kanilkökur með grískri jógúrt

Innihald:
150 g lint smjör
220 g púðursykur
120 g hnetusmjör
2 stk egg
250 g súkkulaði
150 g grísk jógúrt
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
300 g hveiti
1 msk kanill
8 dl honey nut cheerios

 

Aðferð:
Hrærið saman smjörinu, púðursykrinum og hnetusmjörinu, bræðið súkkulaðið og hrærið jógúrtinni saman við. Bætið eggjum varlega í púðursykursblönduna og hrærið vel saman. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og loks þurrefnunum. Hrærið honey nut cheerios varlega saman við með sleif. Setjið á plötu og bakið við 180°C í 12-15 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson