- +

Spesíur með jarðarberjatoppi

Kökudeig:
4½ dl hveiti
2 dl sykur
1 msk. vanillusykur eða vanilludropar
200 g smjör við stofuhita

Sultutau:
500 g frosin jarðarber (eða fersk)
1 dl sykur, 1-2 dl eftir smekk

Skraut:
perlusykur

Aðferð:

Sulta

Byrjið á að sjóða jarðarber og sykur saman í rúmlega 12-15 mínútur eða þar til jarðarberin eru orðin mjúk. Látið kólna og maukið svo með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Það er allt í góðu þótt „sultan“ er ekki sultuleg í laginu.  Látið sultuna kólna.

 

Kökudeig

Setjið hveiti, sykur, smjör og vanillu í matvinnsluvél (eða í hrærivél) og hrærið í deig.

Skiptið deiginu í fjóra bita og rúllið úr hverjum bita mjóar lengjur. Mér finnst gott að hafa þær frekar mjóar u.þ.b. 2 cm í þvermál.

Rúllið hverja lengju upp úr perlusykri og pakkið lengjunni inn í bökunarpappír. Kælið lengjurnar í að minnsta kosti 30 mínútur.

 

Hitið ofninn.

 

Skerið hverja lengju í um 1-2 cm (eftir smekk) þykkar sneiðar.

Setjið hverja sneið á ofnplötu (með bökunarpappír) og þrýstið litla holu í hverja sneið með þumalfingri og fyllið holuna með sultu.

Bakið kökurnar í um 8-12 mínútur eða þar til þær eru rétt aðeins að byrja verða gylltar í kantinum.

Látið kólna örlítið áður en þær eru bornar fram. 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir