- +

Smákökur með bananasplitti

Innihald:
200 g púðursykur
175 g smjör
200 g skyr með bananasplitti
300 g Síríus pralín með karamellu
1 dl matreiðslurjómi
375 g hveiti
175 g kókosmjöl
2 stk egg

Aðferð:
Bræðið Síríus pralín með karamellu og matreiðslurjómann saman í örbylgjuofni. Hrærið skyrinu saman við þegar súkkulaðið og rjóminn er bráðið saman. Hrærið saman púðursykrinum og smjörinu, bætið í eggi einu í einu. Bætið skyrblöndunni saman við og hrærið vel saman. Setjið loks hveiti og kókos saman við. Setjið með skeið á smjörpappír eða sprautið með sprautupoka. Bakið við 175°C í 12-14 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson