Menu
Rauðar rjómaostaflauelskökur

Rauðar rjómaostaflauelskökur


Innihald

1 skammtar
hveiti (5 ½ dl)
sykur (5 dl)
kakó
lyftiduft
salt
mjúkur rjómaostur
mjúkt smjör
egg
rauður matarlitur
flórsykur (1 ¾ dl)

Aðferð

  • Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman þurrefnin í skál, ekki flórsykurinn. Hrærið rjómaost og smjör í hrærivél eða með handþeytara, blandið vel. Brjótið egg saman við og hrærið þar til létt og ljóst. Hellið matarlit saman við þar til úr verður hárauð og jöfn blanda.
  • Hellið þurrefnum saman við í nokkrum skömmtum og náið deiginu mjúku og jöfnu. Mótið litlar kúlur úr deiginu sem þið veltið upp úr flórsykrinum. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu, stingið í ofn og bakið í 10-15 mínútur, bökunartími fer eftir stærðinni á kökunum.
  • Svo má prófa að nota sömu deigblöndu, sleppa matarlitnum og skella einum Rolo-mola í miðju kúlunnar.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir