- +

Rauðar rjómaostaflauelskökur

Innihald:
2¼ b hveiti (5 ½ dl)
2 b sykur (5 dl)
2 msk. kakó
2 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
220 g mjúkur rjómaostur
60 g mjúkt smjör
2 stk. egg
1 msk. rauður matarlitur
½ b flórsykur (1 ¾ dl)

Aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman þurrefnin í skál, ekki flórsykurinn. Hrærið rjómaost og smjör í hrærivél eða með handþeytara, blandið vel. Brjótið egg saman við og hrærið þar til létt og ljóst. Hellið matarlit saman við þar til úr verður hárauð og jöfn blanda.

Hellið þurrefnum saman við í nokkrum skömmtum og náið deiginu mjúku og jöfnu. Mótið litlar kúlur úr deiginu sem þið veltið upp úr flórsykrinum. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu, stingið í ofn og bakið í 10-15 mínútur, bökunartími fer eftir stærðinni á kökunum. 

Svo má prófa að nota sömu deigblöndu, sleppa matarlitnum og skella einum Rolo-mola í miðju kúlunnar.

Höfundur: Halla Bára og Gunnar