- +

Möndluhúðaðar sultukökur

Innihald:
110 g mjúkt smjör
½ b sykur (1,2 dl)
1 tsk vanilludropar
1 stk egg, hvíta og rauða skildar að
160 g hveiti
möndluflögur
sulta að eigin vali

Aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman smjör og sykur það til létt og ljóst. Aðskilið egg, hrærið rauðu og vanilludropa saman í lítilli skál áður en eggjarauðunni er hellt saman við smjörblönduna og allt hrært vel saman. Geymið hvítuna.

Hrærið hveiti saman við smjörblönduna og hnoðið þar til úr er orðið gott deig. Hér getið þið rúllað deiginu upp í lengju og skorið það niður eða einfaldlega tekið litla deigkúlu og rúllað henni í höndunum. Dífið hverjum bita í eggjahvítu og þá í möndluflögur, setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Búið til holu ofan í hverja köku með fingrinum. Setjið sultudropa ofan í kökuna.

Bakið í 10 mínútur eða þar til kökurnar fá á sig gullinn blæ. Athugið að þær eiga að vera lungamjúkar að innan. Kælið áður en þið berið fram og njótið því sultan er brennandi heit! 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson