- +

Litlar rjómakökur

Rjómakökur
ávextir t.d jarðarber, rifsber, ferskjur, bananar, kíví, mangó, brómber og flórsykur til skreytingar
3 plötur tilbúið smjördeig eða um 200 g
1 eggjarauða
3 msk. sykur
250 ml rjómi frá Gott í matinn
3 msk. flórsykur
½ tsk. vanilludropar
1 tsk. mjólk

Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C. Skerið hverja deigplötu fyrst í tvennt eftir endilöngu en síðan í fernt þvert yfir til að fá átta bita úr hverri plötu. Raðið þeim á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Penslið deigið með eggjarauðu, léttþeyttri með ögn af mjólk, og stráið sykrinum yfir. Bakið í 12–15 mínútur eða þar til kökurnar hafa lyft sér vel og eru byrjaðar að taka lit. Látið þær kólna á bökunargrind.

Þeytið rjómann með flórsykri og vanilludropum þar til hann er orðinn nokkuð stífur. Kljúfið hverja köku varlega í tvennt, setjið um eina matskeið af rjómanum á milli og leggið kökuna saman aftur. Setjið síðan aðeins minna af rjómanum ofan á kökurnar og skreytið með ávaxtabita eða beri. Sigtið að lokum ögn af flórsykri yfir kökurnar.
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir