Kókópuffskökur með appelsínurjómaosti

Kökur
150 g mjúkt smjör
200 g sykur
125 g appelsínurjómaostur
2 stk. egg
250 g hveiti
100 g saxaðar pecanhnetur
150 g kókópuffs
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
100 g appelsínusúkkulaði fínt saxað

Aðferð:
Hrærið saman smjöri, sykri og appelsínurjómaosti. Bætið í eggjum og hveiti hrærið saman. Bætið loks í restinni af hráefnunum. Hrærið vel saman, gott ef kókópuffsið nær að brotna aðeins. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og setjið deigið á með teskeið. Bakið við 170°C í 12-15 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson