- +

Kanilkökur með súkkulaði

Innihald:
225 g smjör við stofuhita
200 g dökkur púðursykur
115 g sykur
2 stk. egg
1 msk. dökkt síróp
1 tsk. vanilludropar
145 g hveiti
1 tsk. matarsódi
4 tsk. kanill (4-5 tsk.)
¼ tsk. múskat
½ tsk. salt
240 g hafrar
350 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

Um 40 stk.

 

Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír á bökunarplötur.

Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið á milli ásamt vanilludropum og sírópi.

Setjið hveiti, kanil, matarsóda, salt og múskat í skál og blandið saman.

Blandið því saman við ásamt höfrum og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

Grófsaxið súkkulaði og setjið saman við, hrærið léttilega þannig að súkkulaðið nái að blandast deiginu vel.

Myndið jafnstórar kúlur úr deiginu og raðið með jöfnu millibili á bökunarplötuna.

Gott er að nota kökuskeið sem flýtir bæði fyrir og gerir allar kökurnar jafnar í stærð.

Bakið í 10- 12 mínútur.

Látið kökurnar kólna í rúmlega 10 mínútur áður en þið takið þær af bökunarplötunni.

Fyrir ykkur sem viljið meira súkkulaði er hægt að bræða auka súkkulaði og skreyta kökurnar.

Geymið í kökuboxi eða öðru lokuðu íláti svo að kökurnar haldist góðar. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir