- +

Hátíðar smákökur

Smákökur
börkur af einni sítrónu tekið með fínu rifjárni
Súkkulaði dropar til skreytingar
250 g hveiti
125 g mjúkt smjör
125 g sykur
4 stk. eggjarauður
¼ tsk. salt (1/4)
¼ tsk. kanillduft (1/4)
¼ tsk. anísduft (1/4)
¼ tsk. negulduft (1/4)

Aðferð;

1.Blandið öll saman hratt í stuttan tíma í hrærivél með spaða.
2.Mótið deigið í kúlu og kælið í kæliskáp í 45 mínútur, forhitið ofninn í 180°C.
3.Rúllið deiginu síðan í langa rúllu og skerið í 5mm sneiðar og raðið á bökunarplötu með smjörpappír á.
4.Bakið í ofni við 180°C í 12 mínútur. Skreytið með súkkulaðidropum um leið og kökurnar koma úr ofninum þannig að súkkulaðið nái að bráðna og festast á kökunni.