- +

Daimkökur með vanilluskyri og saltkexi

Innihald:
250 g sykur
200 g smjör
2 stk egg
200 g vanilluskyr
300 g daimkúlur
1 tsk vanilludropar
1 tsk lyftiduft
300 g hveiti
150 g ritzkex mulið fínt

 

Aðferð:
Hrærið saman sykrinum og smjörinu þar til það er orðið létt og ljóst, bætið í eggi einu í einu.  Síðan er skyrinu bætt í ásamt vanilludropunum og loks daimkúlunum og þurrefnunum. Hrærið vel saman. Bakið við 175°C í 12-15 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson