Menu
Brownie smákökur með myntu

Brownie smákökur með myntu

Einstaklega góðar smákökur með heitu kakói eða kaffi.
Einföld uppskrift dugar í um 20 stk.

Innihald

1 skammtar
Smjör við stofuhita
Dökkur púðursykur
Sykur
Stórt egg
Vanilludropar
Piparmyntudropar
Hveiti
Kakó
Skyndi kaffiduft
Matarsódi
Sjávarsalt
Dökkt súkkulaði

Toppur:

Dökkt súkkulaði
Candy cane piparmyntustafir eða brjóstsykur

Skref1

  • Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt.
  • Bætið sykri og púðursykri saman við og hrærið vel.
  • Setjið egg, vanilludropa og piparmyntudropa saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að skafa innan úr hliðum skálarinnar hér.
  • Blandið hveiti, kakói, kaffi, matarsóda og salti saman í skál og hrærið.
  • Setjið hveitiblönduna saman við smátt og smátt í einu og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman, passið ykkur þó að hræra ekki of mikið.
  • Grófsaxið súkkulaði og blandið saman við.
  • Setjið deigið í skál með plastfilmu yfir og kælið í 2 klst. eða yfir nótt.

Skref2

  • Setjið bökunarpappír á tvær bökunarplötur.
  • Myndið jafnstórar kúlur úr deiginu og raðið með jöfnu millibili á plöturnar.
  • Þrýstið örlítið niður á hverja köku með fingrunum.
  • Bakið í 10 mínútur við 170 gráðu hita.
  • Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær af bökunarplötunni þar sem þær þurfa að jafna sig áður en þið dýfið þeim ofan í súkkulaðið.

Skref3

  • Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða lágum hita og dýfið helmingnum af hverri köku ofan í súkkulaðið.
  • Leggið kökuna á bökunarplötuna.
  • Brytjið candy cane piparmyntustafina niður. Gott er að nota mortel eða eitthvað sem getur barið stafina í fíngerða bita.
  • Setjið piparmyntustafina ofan á flötinn með súkkulaðinu og látið súkkulaðið storkna.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir