- +

Skyrterta með kirsuberjasósu

Innihald:
1 pakki LU kex
100 gr smjör
1 peli rjómi
500 g KEA vanillu skyr
Kirsuberjasósa

Aðferð:

Myljið LU kexið í matvinnsluvél og hellið því í kringlótt form.

Bræðið smjörið og hellið yfir kexið.

Magn smjörsins fer algjörlega eftir smekk en gott er að hafa kexið vel blautt.

Þeytið rjómann og hrærið skyrinu vel saman við.

Smyrjið því svo jafnt yfir kexblönduna.

Í lokinn er kirsuberjasósunni hellt yfir allt.

Kælið tertuna inni í ísskáp þar til hún er borin fram.

Höfundur: Tinna Alavis