- +

Skúffukaka

Kakan:
2 bollar hveiti
2 bollar sykur
½ tsk. salt
200 g smjör
4 msk. kakó (4-5 msk.)
1 bolli sjóðandi heitt vatn
½ bolli hrein súrmjólk
2 egg
1 tsk. matarsódi
2 tappar vanilludropar

Kremið:
200 g smjör
500 g flórsykur
5 msk. kakó
3 msk. kaffi
Kókos

Aðferð kaka:

Hveiti, sykri og salti er blandað saman í skál

Smjör er brætt við vægan hita í potti og kakói og vatni bætt við þegar það hefur bráðnað alveg

Í aðra skál eru eggin sett og þau þeytt aðeins með gaffli. Súrmjólk, matarsóda og vanilludropum bætt út í og hrært.

Næst er súrmjólkurblöndunni bætt út í hveitiblönduna og hrært aðeins og síðan kakóblöndunni úr pottinum og hrært vel þar til allt hefur blandast saman.

Þá er deigið sett í skúffu, skúffan sem ég notaði var 40x30 á stærð. Skúffan er smurð með smjöri eða notaður bökunarpappír eins og ég gerði.

Inn í ofn í 25 mínútur eða þar til kakan hefur tekið aðeins lit.

 

Aðferð krem:

Smjör er brætt við vægan hita í potti og þegar smjörið hefur alveg bráðnað er flórsykri, kakói og kaffi blandað saman við og hrært með sleif. Kremið þarf að hræra með sleifinni í smá tíma til að fá það silki mjúkt og glansandi.

Áður en kremið er sett á, stingið með gaffli í alla kökuna og smyrjið svo kreminu á. Kakan er svo toppuð með kókos.

 

Best volg með ískaldri mjólk!

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir