Menu
Skúffukaka

Skúffukaka

Hvað er betra en volg djúsí skúffukaka og ísköld mjólk með kaffinu? Ég held það sé fátt betra og þetta þarf ekki að vera flókið. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift af minni uppáhalds skúffuköku sem er svo mjúk og góð að hún bráðnar upp í manni.

Innihald

12 skammtar

Kakan:

bollar hveiti
bollar sykur
salt
smjör
kakó (4-5 msk.)
bolli sjóðandi heitt vatn
bolli hrein súrmjólk
egg
matarsódi
tappar vanilludropar

Kremið:

smjör
flórsykur
kakó
kaffi
Kókos

Botn

  • Hveiti, sykri og salti er blandað saman í skál
  • Smjör er brætt við vægan hita í potti og kakói og vatni bætt við þegar það hefur bráðnað alveg
  • Í aðra skál eru eggin sett og þau þeytt aðeins með gaffli. Súrmjólk, matarsóda og vanilludropum bætt út í og hrært.
  • Næst er súrmjólkurblöndunni bætt út í hveitiblönduna og hrært aðeins og síðan kakóblöndunni úr pottinum og hrært vel þar til allt hefur blandast saman.
  • Þá er deigið sett í skúffu, skúffan sem ég notaði var 40x30 á stærð. Skúffan er smurð með smjöri eða notaður bökunarpappír eins og ég gerði.
  • Inn í ofn í 25 mínútur eða þar til kakan hefur tekið aðeins lit.

Krem

  • Smjör er brætt við vægan hita í potti og þegar smjörið hefur alveg bráðnað er flórsykri, kakói og kaffi blandað saman við og hrært með sleif.
  • Kremið þarf að hræra með sleifinni í smá tíma til að fá það silki mjúkt og glansandi.
  • Áður en kremið er sett á, stingið með gaffli í alla kökuna og smyrjið svo kreminu á. Kakan er svo toppuð með kókos.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir