- +

Sítrónu jógúrtkaka með muldum pistasíum

Kaka
150 g sykur
190 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
4 stk. egg
180 g maísmjöl (polentumjöl)
1 dl saxaðar pistasíur
2 stk. sítrónur bara börkur
½ sítróna bara safi
3 dl jógúrt
½ dl ólífuolía

Rjómi
3 dl rjómi
200 g vanilluskyr

Aðferð:

Jógúrtkaka aðferð:
Þeytið saman egg og sykur, bætið í þurrefnunum, pistasíunum, sítrónuberkinum, sítrónusafanum, jógúrtinni og ólífuolíunni.
Setjið í smurt form sem er stráð með hveiti. Bakið við 175°C í u.þ.b. 35- 40 mín við blástur. Berið fram með vanilluskyrrjóma.

Rjómi aðferð:
Þeytið rjómann og bætið við skyrinu. Berið fram með kökunni.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson