- +

Saltkaramellukaka með bláberjum

Innihald
70 g hveiti
3 msk. kakó
⅔ tsk. lyftiduft
200 g smjör
100 g 70% súkkulaði
150 g súkkulaði með saltkaramellu
200 g sykur (70 g notuð saman við eggjahvíturnar)
4 stk. eggjarauður
4 stk. eggjahvítur
1 tsk. vanilludropar
80 g bláber

Saltakaramellusósa:
100 g smjör
100 g púðursykur
1 dl rjómi frá Gott í matinn
1 tsk. vanilludropar
100 g súkkulaði með saltkaramellu

Aðferð:

Hveiti, kakó og lyftiduft er blandað saman í skál. Skálin er sett til hliðar. 

Smjör og súkkulaði hitað í potti  yfir vatnsbaði. Potturinn tekinn af hitanum og 170 g af sykrinum blandað saman við. Eggjarauðunum  er síðan hrært saman við ásamt vanilludropunum. 

Eggjahvíturnar eru þeyttar og restin af sykrinum (70 g) er blandað saman við og hrært vel saman. 

Eggjahvítuhræran er blönduð saman við súkkulaðiblönduna smám saman.

Deigið er sett í um 26 cm smelluform. Passa að hafa bökunarpappír undir. 

Bláberjunum er sáldrað yfir deigið. Gott að velta bláberjunum upp úr smá hveiti til að varna því að berin sökkvi á botninn. 

Kakan er bökuð við 170°C hita, blástur í um 25 mínútur.

Meðan kakan er að bakast er saltkaramellusósan búin til.

Smjör, púðursykur, rjómi og vanilludropar eru hitaðir í potti þar til allt hefur bráðnað saman. Þá er súkkulaðinu blandað saman við og sósan hrærð vel þar til hún er tilbúin. 

Saltkaramellusósunni er hellt yfir kökuna og hún síðan skreytt með bláberjum. 

Þeyttur rjómi hentar vel með kökunni.   

 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir