- +

Safarík gulrótakaka með súkkulaðibitum

Innihald:
300 g gulrætur, rifnar
3 stk egg
3 dl sykur
3 dl hveiti
2 tsk kanill
¼ tsk kardimommukrydd
1 tsk vanillusykur
1 msk lyftiduft
1½ dl repjuolía eða önnur grænmetisolía
100 g súkkulaðidropar eða sama magn af söxuðu síríussúkkulaði

Krem
250 g grísk jógúrt eða sama magn af rjómaosti við stofuhita
80 g mjúkt smjör
4½ dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
rifinn börkur af 1 sítrónu
sjávarsalt á hnífsoddi


Aðferð:

1. Stillið ofninn á 175°.

2. Þeytið egg og sykur létt og ljós. Blandið þurrefnunum saman við með sleif. Blandið gulrótum, olíu og súkkulaði út í. Hellið í bökunarform sem er u.þ.b. 22x32 cm. Stærð skiptir ekki máli til eða frá. Bakið í 30-40 mínútur. Kælið

3. Setjið allt sem á að fara í kremið í matvinnsluvél og maukið. Líka hægt að gera með töfrasprota, blandara eða hrærivél. Hellið yfir kökuna og skreytið með hnetum. Berið fram með létt þeyttum rjóma.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir