Menu
Rómantísk brúðarterta

Rómantísk brúðarterta

Falleg, stílhrein, bragðgóð og rómantísk terta. Þessi terta dugar fyrir rúmlega 60 manns. Sem nota bene eru búnir að borða og fá sér desert - þannig að ég byrjaði á því að baka tvo skammta af kökubotnum. Ég hef prufað að þrefalda svona uppskriftir og líka að tvöfalda en mér finnst það aldrei koma jafn vel út og að bara þeyta saman einfalda uppskrift fyrir hverja og eina köku. Seinvirkt? Mögulega - en þú getur treyst því að kakan verður í lagi.

Innihald

60 skammtar

Botn

suðusúkkulaði
smjör
egg
sykur
hveiti
matarsódi
lyftiduft
salt
vanillusykur
ab-mjólk (eða súrmjólk, eða sýrður rjómi og mjólkurdreitill eða skyr og smá mjólk - allt virkar)

Súkkulaðikrem

sykur
hveiti
kakóduft
mjólk (3-4 dl)
suðusúkkulaði eða annað spennandi súkkulaði
smjör við stofuhita (500-700 g)

Skraut

Jarðarber
Hindber
Bláber
Afskorin blóm (ekki nauðsynlegt)

Botnar

  • Stillið hitann á ofninum á 175 °C.
  • Takið til tvö smelluform, smyrjið þau og stráið í þau rifnu kókósmjöli.
  • Bræðið súkkulaði og smjör saman.
  • Þeytið egg og sykur í ljósa létta froðu.
  • Blandið saman þurrefnunum - hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti og vanillusykri.
  • Hellið því saman við eggjahræruna og sláið létt saman.
  • Bætið við súkkulaði/smjörbráð og blandið varlega.
  • Síðast er ab-mjólkinni hellt saman við og hún er einnig hrærð varlega saman við.
  • Þá er bara að hella deiginu í formin og baka neðarlega í ofninum í 40-50 mínútur. Kakan mun lyftast vel þannig að ekki opna ofninn of snemma. Betra er að hafa hitastigið aðeins lægra og baka kökuna aðeins lengur til að vera viss um að baksturinn verði í lagi. Fylgist vel með kökunni og látið hana kólna vel áður en hún er skorin í tvennt eða þrennt. Þriðja botninn þarf einnig að skera þannig að hann myndar „toppinn“ á kökunni.

Súkkulaðikrem

  • Hér er á ferðinni gott krem sem gaman er að vinna með. Hægt að búa til deginum áður.
  • Setjið sykur, hveiti, kakóduft og mjólk í pott og þeytið létt. Látið suðu koma upp en lækkið hitann um leið og hrærið áfram þar til komið er þykkt krem.
  • Takið af hitanum, setjið súkkulaðibita út í og látið þá bráðna með kreminu.
  • Hellið kreminu í skál, matvinnsluvél eða hrærivél.
  • Þeytið kremið og bætið smjöri út í, lítið í einu og þeytið þar til allt smjör hefur klárast. Mér finnst kremið verða betra því lengur sem það er þeytt - jafnvel 20 mínútur.
  • Síðan þarf kremið að kólna.
  • Þegar það hefur kólnað er það þeytt vel og lengi í annað sinn og þá verður það silkimjúkt og fallegt að sjá.

Samsetning

  • Setjið fyrsta tertubotninn á diskinn og smyrjið hann með súkkulaðikremi. Raðið þeim berjum yst sem þið viljið að sjáist mest en munið það líka að botnarnir þurfa að liggja ofan á hver öðrum og þurfa þess vegna berin að liggja nokkuð jafnt.
  • Haldið svo áfram koll af kolli að raða, smyrja og skreyta. Raðið berjunum fallega þannig að þau sjáist sem mest. Skemmtið ykkur vel!
  • Í lokin eru blómin lögð yfir kökuna og í kringum hana til skreytingar. Púðrið kökuna með flórsykri til að fá fallega áferð á botnana.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal