- +

Rolo bollakökur með karamellu smjörkremi

Bollakökur:
330 g sykur
250 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
215 g smjör
3 stk. egg
3 tsk. vanilludropar
1 dós sýrður rjómi frá Gott í matinn
½ tsk. salt
60 g dökkt kakó
180 ml heitt vatn
24 stk. frosnir rolobitar (þarf að frysta í lágmark 2 klst.)

Karamellu smjörkrem:
450 g smjör við stofuhita
2 tsk. vanilludropar
¼ tsk. sjávarsalt fínmalað
340 g flórsykur
karamellusíróp (1/3 bolli)

Súkkulaðigljái:
115 g súkkulaði
1 dl rjómi frá Gott í matinn
2 msk. hunang
2 msk. síróp
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:
1.Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu 24 stk. bollakökuformum á bökunarplötu.
2.Blandaðu kakóinu og heita vatninu saman í skál, bættu svo við sýrða rjómanum og láttu kólna.
3.blandaðu saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu saman og settu til hliðar.
4.Hrærðu smjörið og sykurinn saman þangað til blandan verður ljós og létt. Bættu saman við eggjunum einu í einu og hrærðu vel á milli. Bættu vanilludropunum saman við. Skafðu hliðarnar á skálinni vel á milli.
5.Bættu saman við hveitiblöndunni og kakóinu saman við smá og smá í einu af hvoru um sig og hrærðu saman á litlum hraða þangað til öllu hefur verið blandað saman.
6.Settu deigið í bollakökuformin en fyllið þau ekki meira en ca. 2/3. Setjið frosið rolo í hvert form fyrir sig og ýttu því niður í miðju, eða þannig að deigið fljóti yfir roloi bitann. Bakið í 20-25 mín.

Karamellu smjörkrem aðferð:
1.Hrærðu smjörið þangað til það verður mjúkt, bættu svo vanilludropum og karamellu sýropinu saman við og hrærðu vel saman.
2.Blandaðu flórsykrinum varlega saman við smá og smá í einu og hrærðu vel á milli. Ef þú villt þykkja kremið getur þú bætt aðeins af flórsyrki saman við, ef þér finnst kremið of þykkt getur þú bætt smá mjólk saman við.
3.Sprautaðu kreminu á kökurnar og skreyttu með rolo. Fyrir þá sem vilja setja súkkulaðigljáa ofan á kremið er uppskrift og leiðbeiningar hér að neðan.

Súkkulaðigljái aðferð:
1.Hitaðu rjómann í litlu potti yfir meðal háum hita þangað til hann verður mjög heitur, passa þarf þó að rjóminn sjóði ekki.
2.Brytjaðu súkkulaðið í bita og settu í skál. Heltu rjómanum yfir súkkulaðið og leyfðu rjómanum að bræða súkkulaðið. Það tekur rúmar 5 mín. fyrir súkkulaðið að bráðna, hrærið svo vel saman.
3.Bættu hunangi, sýropi og vanilludropum saman við. Kældu gljáann í rúmar 15. mín svo hann bræði ekki smjörkremið þegar honum er helt yfir. Mikilvægt er þó að passa að gljáinn nái ekki að harðna því þá er ekki hægt að nota hann ofan á kökurnar.
Settu u.þ.b. 1 msk. af súkkulaðigljáa á hverja köku, gott er að setja það yfir toppinn á kreminu svo það nái að renna niður hliðarnar á kökunni. Skreyttu með rolobita eða spændu roloi og stráðu yfir kökuna.Geymdu kökurnar inn í ísskáp þangað til þú berð þær fram, best er þó að taka þær út úr ísskápnum um 30 mín. áður.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir