- +

Rice Krispies kökur

Innihald:
200 g Rice Krispies
100 g smjör
300 g dökkt súkkulaði
7 msk. síróp í dós

Aðferð:

Bræðið smjör og súkkulaði saman í pott undir lágum hita þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Bætið sírópinu saman við og hrærið vel. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir Rice Krispies og hrærið vel þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið í bollakökuform og kælið inni í ísskáp þar til súkkulaðið hefur náð að storkna utan um og festa það saman. Best er að geyma kökurnar í kæli þar til þær eru bornar fram. 

Hægt er skreyta kökurnar með myndum af uppáhaldsteiknimyndapersónum afmælisbarnsins en þessar kökur voru t.a.m. skreyttar með Trolls-myndum. Myndirnar eru klipptar út og tvær myndir límdar saman með tannstöngul á milli svo auðvelt er að stinga þeim ofan í Rice Krispies kökurnar

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir