- +

Rabarbara ostakökubitar

Botn og toppur:
300 g hveiti
200 g grófir hafrar
200 g púðursykur
230 g smjör við stofuhita
½ tsk. salt
1 tsk. matarsódi

Ostakaka:
680 g rjómaostur frá Gott í matinn
3 egg
150 g sykur
1 tsk. vanilludropar
500 g rabarbari

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður og setjið bökunarpappír í bökunarform. Mitt form var 40x30 cm að stærð.

Hrærið hveiti, hafra, púðursykur, smjör, salt og matarsóda saman í skál þar til allt hefur blandast vel saman og myndað áferð eins og brauðmylsna. Setjið um 500 g af þessu í botninn á kökuforminu og þrýstið vel niður með t.d. botni af glasi. Hrærið rjómaost, egg, sykur og vanilludropa saman þar til allt hefur blandast vel saman og blandan orðin slétt og fín. Skerið gróflega niður rabarbara og dreifið honum yfir botninn. Hellið rjómaostablöndunni yfir og sléttið úr henni þannig hún þekji allan rabarbarann. Setjið restina af púðursykursblöndunni sem þið settuð í botninn ofan á toppinn. Þrýstið toppnum örlítið ofan í ostakökuna. Bakið í 50-60 mínútur eða þar til kakan er orðin stíf. Kælið kökuna í 30 mínútur við stofuhita. Setjið plastfilmu yfir kökuna og kælið í 3 klst. Skerið kökuna í bita eftir smekk.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir