- +

Peruterta með súkkulaðikremi

Terta
4 stk. egg
140 gr sykur
60 gr hveiti
40 gr kartöflumjöl

Súkkulaðikrem
5 eggjarauður
5 msk. flórsykur
100 gr súkkulaði, brætt
4 dl rjómi
1 stór dós niðursoðnar perur

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið saman egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós. Sigtið hveiti og kartöflumjöl út í og hrærið saman með sleikju. Bakið í 2 smurðum eða bökunarpappírsklæddum formum, u.þ.b. 22-24 cm í þvermál, í 10 mín. Kælið. 


Krem aðferð:
Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til blandan verður létt og ljós og bætið súkkulaði saman við. Hrærið rjóma út í, fyrst smávegis og síðan allan. Sigtið safa frá perum og geymið.

 
Setjið kökuna saman á eftirfarandi hátt:
Leggið annan botninn á tertudisk og vætið vel í honum með perusafa, dreifið 1/3 af súkkulaðikreminu ofan á. Takið 6 perur frá til að setja ofan á kökuna en sneiðið afganginn af þeim niður og setjið ofan á kremið. Leggið seinni botninn ofan á og vætið í honum með perusafa. Leggið heilu perurnar ofan á og þekið kökuna með kreminu.