- +

Páskakaka með smjörkremi

Kökubotnar:
4 stk. egg
1 bolli sykur
½ bolli hveiti
2 msk. kakó
1 msk. kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft

Smjörkrem:
500 g íslenskt smjör við stofuhita
1 pk. flórsykur
6 tsk. vanilludropar (6-8 tsk.)
4 msk. rjómi frá Gott í matinn (4-6 msk. eftir því hvað þú vilt hafa smjörkremið þykkt)
matarlitir - gulur, rauður og blár

Aðferð:

Botnar, aðferð:

1. Ofn hitaður í 180°C, ég nota blástur.

2. Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.

3. Þurrefnum blandað saman við með sleikju.

4. Skiptið deiginu jafnt í tvö form og bakið við 180°C í 20 mínútur á blæstri.

 

Smjörkrem, aðferð:

1. Hrærið smjörið í hrærivél eða handþeytara þar til silkimjúkt.

2. Bætið flórsykrinum saman við.

3. Setjið vanilludropana ásamt rjómanum út í blönduna.

4. Matarlitirnir koma síðast.

5. Gott er að hræra smjörkremið saman vel og lengi svo það verði alveg slétt.

 

Setjið smjörkrem á milli botnanna og ofan á kökuna. Skreyið kökuna með lituðu smjörkremi og litlum súkkulaði eggjum, t.d. M&M eða Cadbury.

Til að fá ljósbleikan lit, blandið smá af rauðum lit út í hvítt smjörkremið. Fyrir fjólubláan bætið smá bláum út í ljósbeikt smjörkremið. Fyrir gulan lit, bætið gulum matarlit í hvítt smjörkrem.

 

Höfundur: Tinna Alavis