- +

Ostakaka með hvítu súkkulaði og bláberjum

Botn:
200 g mulið Digestive kex
80 g brætt smjör

Fylling:
200 g hvítt súkkulaði
300 g rjómaostur
2½ dl grískt jógúrt
1 dl sykur
3 stk. egg
Fínrifinn börkur af einni sítrónu

Krem:
2½ dl rjómi
1½ dl sýrður rjómi
2 tsk. vanillusykur
3 dl bláber

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 175°.

2. Klæðið lausbotna hringform sem er um 24 sm í þvermál með bökunarpappír. Þrýstið kexmulningnum á botninn og upp með köntunum. Bakið í 10 mínútur. Takið úr ofninum og lækkið hitann í 150°.

3. Bræðið súkkulaðið á lágum hita. Hrærið saman á meðan rjómaosti, grískri jógúrt og sykri. Bætið eggjum, sítrónuberki og hvíta súkkulaðinu saman við. Hrærið. Hellið ofan á forbakaðan botninn. Setjið formið frekar neðarlega í ofninn og bakið í 30-40 mínútur. Látið kólna.

4. Léttþeytið rjómann. Blandið sýrðum rjóma saman við ásamt vanillusykri. Breiðið yfir kökuna og sáldrið bláberjum þar ofan á.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir