- +

Myntu Bollakökur

Innihald
115 g smjör
225 g sykur
2 stk egg
170 g hveiti
2 msk kakó
2 tsk lyftiduft
¼ tsk maldon salt
1½ dl mjólk
3 tsk vanilludropar
100 g Síríus pralín rjómasúkkulaði með piparmyntu
2 msk rjómi

Piparmyntukrem, innihald
250 g smjör
500 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
4 msk rjómi
200 g Síríus pralín rjómasúkkulaði með piparmyntu
1 tsk piparmyntudropar (fyrir þá sem vilja sterkt bragð)

Aðferð:

1. Stillið ofninn í 180 gráður og raðið upp 24 stk. bollakökuformum.

2. Hrærið smjörið þangað til það verður létt og bætið síðan sykrinum saman við, hrærið vel saman.

3. Bætið einu og einu eggi saman við og hrærið vel á milli og svo vanilludropum.

4. Blandið saman þurrefnunum og blandið varlega saman við, setjið til skiptis þurrefnin og mjólkina saman við.

5. Bræðið Síríus pralín rjómasúkkulaði með piparmyntu með 2 msk. af rjóma í potti á lágum hita. Blandið því svo saman við og hrærið rólega. Passið að hræra ekki of mikið svo kakan verði ekki of seig.

6. Setjið deigið í formin og passið að fylla þau ekki  meira en 2/3. Bakið í 20 mín. og kælið alveg áður en þið setjið kremið ofan á.

 

 

Piparmyntukrem, aðferð

1. Hrærið smjörið vel þangað til það er orðið ljóst og létt. Bætið flórsykrinum saman við, smá og smá í einu og hrærið vel á milli.

2. Bætið rjómanum og vanilludropum saman við.

3. Bræðið Síríus pralín rjómasúkkulaði með piparmyntu og rjómann saman í potti á lágum hita og blandið saman við kremið, hrærið vel þangað til allt hefur blandast vel saman.

4. Setjið kremið á kökurnar og skreytið með einum piparmyntu pralín mola ofan á. Einnig er gott að geyma örlítið af bræddu pralín súkkulaði með piparmyntu og setja ofan á hverja köku.

5. Borðið!

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir