- +

Möndlukaka með marsípani og glassúr

Botn:
5 dl hveiti
1½ dl sykur
200 g smjör, við stofuhita
2 tsk. vanillusykur

Fylling:
200 g marsípan, rifið á rifjárni
100 g smjör við stofuhita
2 stk. egg
möndludropar eftir smekk, eða um 2-4 tsk.

Glassúr:
3 dl flórsykur
4 tsk. vatni, 3-4. bekk
möndludropaar (má sleppa)
matarlitur

Aðferð:

Ofnhiti: 180°C 

Bökunartími: 35-40 mínútur

 

Botn:

Takið til smelluform og tyllið í það bökunarpappír svo auðvelt verði að lyfta kökunni úr forminu.

Stillið ofnhitann.

Setjið hráefnin í matvinnsluvél. Keyrið vélina þar til deig hefur myndast. Það er gott að hella deiginu í skál og hnoða það léttilega með höndunum. Við það hitnar smjörið aðeins meira og deigið verður fastara.  Að sjálfsögðu er hægt að hnoða deigið með höndunum ef engin matvinnsluvél er til.

Látið deigið hvíla á meðan þið hrærið í fyllinguna.

 

Fylling:

Setjið marsípan í skál ásamt smjöri og þeytið hressilega saman með rafmagnsþeytara.

Bætið eggjum við, einu í einu ásamt möndludropum og þeytið áfram þar til þetta hefur blandast

saman. Núna myndast kremkennd fylling sem bragðast mjög vel.

Takið deigið úr kælinum. Gott er að fletja það aðeins út í hringlaga form – þannig kemst það á auðveldari hátt fyrir í smelluforminu.

Leggið það í botninn á forminu og þrýstið því upp eftir hliðunum á því, gott er að miða við um 2 cm. Mögulega þarf að skera það eitthvað til. 

Hellið marsípanfyllingunni í formið og dreifið úr henni.

Bakið neðarlega í ofninum í 35-40 mínútur.

Látið kökuna kólna vel áður en hún er skreytt með t.d. glassúr, flórsykri eða ávöxtum.

 

Glassúr:

Blandið þessu saman í skál. Hrærið í með gaffli þar til þykktin er eins og þið viljið. Dreifið yfir kökuna.

 

Höfundur: Thedóra J. Sigurðardóttir Blöndal